SIV Lausafjársjóður hs.
Sjóðurinn er lausafjársjóður og fjárfestir aðallega í innlánum hjá fjármálafyrirtækjum. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að fjárfesta í víxlum og stuttum skuldabréfum útgefnum af ríki, sveitarfélögum eða fjármálafyrirtækjum.
Markmið sjóðsins er að skila jafnri ávöxtun á skammtímavaxtamarkaði með fjárfestingu í dreifðu safni innlána, víxla og skuldabréfa. Sjóðurinn hentar fjárfestum sem vilja ávaxta fé til skamms tíma eða til lengri tíma. Hámarks meðallíftími eignasafnsins er 180 dagar. Ráðlagður fjárfestingartími er einn mánuður eða lengur.
Frekari upplýsingar má nálgast í lykilupplýsingum og í útboðslýsingu sjóðsins.
Þann 1. desember 2023 var sjóðsfélögum tilkynnt að SIV eignastýring myndi taka yfir rekstur sjóðsins þann 5. desember 2023. Tilkynninguna má sjá undir "Skjöl".
Yfirlit
Eignaflokkur | Lausafjársjóður |
Rekstrarform | Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta |
Rekstraraðili | SIV eignastýring hf. |
Uppgjörstími kaupa/sölu | Einn virkur dagur (T+1) |
Vörslufyrirtæki | T Plús hf. |
Áhættuflokkun | 1/7 |
ISIN | IS0000035418 |
Stofnár | 2023 |
Stærð (í m.kr.) | 4.753 |
Gjaldmiðill | ISK |
Umsýsluþóknun | 0,40% |
Gengismunur | Enginn |
Viðskiptatími | 09:30 - 14:30 |
Lágmarkskaup | 10.000 kr. |
Sjóðstjórn
Guðrún Una Valsdóttir | una(hja)siveignastyring.is |
Sævar Ingi Haraldsson | saevar(hjá)siveignastyring.is |
Þorkell Magnússon | thorkell(hjá)siveignastyring.is |
Lagalegir fyrirvarar
Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. | Sjá nánari upplýsingar |