SIV

Þorkell Magnússon

Forstöðumaður sjóðastýringar

Þorkell Magnússon er forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu. Hann hefur umtalsverða reynslu úr fjármálageiranum því hann hefur starfað í geiranum undanfarin 25 ár. Þorkell var áður forstöðumaður sjóðastýringar hjá Kviku eignastýringu hf. og var þar á undan forstöðumaður skuldabréfa hjá Öldu sjóðum. Hann var jafnframt forstöðumaður skuldabréfasviðs hjá Stefni hf. auk þess að vera staðgengill framkvæmdastjóra félagsins. Þorkell gegndi þar áður stöðu sjóðstjóra innlendra og erlendra skuldabréfasjóða hjá Rekstrarfélagi Kaupþings ásamt því að taka þátt í þróun á sérhæfðum fjárfestingum hjá félaginu.

Þorkell er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota. Þorkell hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.