Lagalegir fyrirvarar

Upplýsingar á heimasíðu þessari eru veittar í upplýsingaskyni eingöngu en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar vegna fjárfestinga í fjármálagerningum eða öðru. 

SIV eignastýring vinnur með upplýsingar frá upplýsingaveitum sem félagið telur áreiðanlegar.  SIV eignastýring ábyrgist þó ekki áreiðanleika eða nákvæmni slíkra upplýsinga og ber enga ábyrgð á áreiðanleika upplýsingaveitna sem stuðst er við. Skoðanir eða túlkanir sem fram koma á heimasíðunni eru byggðar á opinberum upplýsingum sem aflað er á þeim tíma sem þær eru skrifaðar og gætu því breyst án fyrirvara. Sérstök athygli er vakin á því að áætlanir og spár geta breyst fyrirvaralaust á jákvæðan og neikvæðan hátt og eru háðar utanaðkomandi óvissu og breytum sem gjarnan eru ekki á valdi SIV eignastýringar. 

Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum um þá fjármálagerninga sem fjallað er um á vef félagsins er bent á að leita til sérfræðinga SIV eignastýringar. Í einstökum tilvikum kann að vera ómögulegt að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem upplýsingar eru um á vef félagsins og þá geta viðskipti verið takmörkuð við tiltekna hópa fjárfesta. 

SIV eignastýring ábyrgist ekki að gera breytingar á þeim upplýsingum sem birtar eru á heimasíðunni ef forsendur þeirra breytast eða ef í ljós kemur að þær eru rangar eða ónákvæmar. 

Hvorki SIV eignastýring né starfsmenn félagsins bera ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst af notkun á vef félagsins eða upplýsinga sem er að finna á heimasíðu félagsins eða tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma. Þá ber félagið ekki ábyrgð á tjóni vegna tapaðra fjárfestingatækifæra notenda. Rísi ágreiningur út af upplýsingum sem rekja má til heimasíðu þessarar, skal slíkur ágreiningur leystur samkvæmt íslenskum lögum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

SIV eignastýring á allan höfundarétt að upplýsingum á heimasíðunni. Óheimilt er með öllu að dreifa þeim upplýsingum sem finna má heimasíðunni eða nýta þær með öðrum hætti án heimildar félagsins. 

Athygli er vakin á því að símtöl til og frá SIV eignastýringu kunna að vera tekin upp samkvæmt heimild í ákvæði 91. gr. laga nr. 70/2003, um fjarskipti. Eingöngu verður hlustað á afrit símtala ef nauðsyn ber til og fer SIV eignastýring með upplýsingarnar í samræmi við aðrar upplýsingar er lúta þagnarskyldu samkvæmt ákvæðum 58. – 60. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Tilgangur upptöku símtala er að tryggja öryggi viðskiptavina og SIV eignastýringar og leiðrétta hugsanlegan misskilning.