SIV

Guðrún Una Valsdóttir

Sjóðstjóri í skuldabréfateymi

Una hefur verið ráðin sem sjóðstjóri í skuldabréfateymi félagsins en hún hefur yfir tuttugu ára reynslu í eignastýringu. Hún starfaði nú síðast sem sjóðstjóri hjá Glym hf., dótturfélagi Fossa fjárfestingarbanka, en áður starfaði hún hjá Landsbréfum/Landsbankanum. Þar stýrði hún skuldabréfateymi rekstrarfélags bankans, starfaði sem verðbréfamiðlari og var fjárfestingarstjóri í eignastýringarteymi bankans sem meðal annars stýrir Íslenska lífeyrissjóðnum.

Una nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands, lauk þaðan meistaragráðu í fjármálum (M.Sc.) árið 2002 og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Þá er Una einnig með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið framhaldsnámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands.