SIV

Sigurður Ottó Þorvarðarson

Sérfræðingur

Sigurður Ottó starfar í kreditteymi félagsins m.a. við stýringu, rekstur og öflun verkefna fyrir kreditsjóði félagsins.

Undanfarin fimm ár hefur Sigurður starfað sem sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Kviku eignastýringu við rekstur og stýringu kreditsjóða. Áður var hann forstöðumaður viðskiptatengsla hjá Öldu sjóðum ásamt því að því að starfa við fjárfestingar og öflun viðskipta fyrir kreditsjóði félagsins. Þá starfaði hann hjá IFS greiningu við fyrirtækjaráðgjöf auk greiningar á hrávörumörkuðum. Sigurður var forstöðumaður lífeyris- og verðbréfaráðgjafar Kaupþings (síðar Arion banka) sem tilheyrði eignastýringu bankans.

Sigurður er með cand. oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.