Reglur og stefnur

SIV eignastýring hefur sett sér reglur og stefnur til þess að stuðla að góðum viðskipta- og stjórnarháttum og tryggja eftirfylgni við lög og reglur. Við hvetjum viðskiptavini til þess að kynna sér efni þeirra.

Meðhöndlun markaðsþreifinga

SIV eignastýring hf. ætlast til þess að seljendur fjármálagerninga sem hyggjast beina markaðsþreifingum til SIV eignastýringar fylgi MAR reglugerðinni (ESB nr. 596/2014) og lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60 frá 2021 til hins ýtrasta. Móttakandi markaðsþreifinga innan SIV eignastýringar er Arnór Gunnarsson, framkvæmdarstjóri SIV eignastýringar, , sími 660-5104.

Meðhöndlun kvartana

Stefna SIV eignastýringar um meðhöndlun kvartana er að tryggja gagnsætt og skilvirkt verklag við úrvinnslu kvartana sem berast félaginu, auk þess að tryggja skjóta og sanngjarna afgreiðslu slíkra erinda.

Kvörtun til SIV eignastýringar skal almennt sett fram skriflega. Kvartanir óskast sendar með tölvupósti á netfangið . Tiltaka skal ástæður kvörtunar og lýsa í meginatriðum því sem kvartað er yfir.

Kvörtun er svarað skriflega með tölvupósti, eigi síðar en fjórum vikum frá móttöku kvörtunar. Sé ekki unnt að leysa úr kvörtun innan þeirra tímamarka er viðskiptavinurinn upplýstur um ástæður þess, ásamt upplýsingum um hvenær svars megi vænta.

Stefnu um meðferð kvartana má nálgast hér á síðunni.