18.04.2023

Sævar Haraldsson til SIV eignastýringar

Sævar Haraldsson hefur verið ráðinn sem sjóðstjóri skuldabréfasjóða hjá SIV eignastýringu auk þess að vera hluti af „kredit“ teymi félagsins.

mynd

Undanfarin sex ár hefur Sævar starfað hjá Stefni hf. sem sjóðstjóri skuldabréfasjóða. Áður starfaði hann sem skuldabréfamiðlari hjá Fossum mörkuðum. Sævar hefur einnig starfað hjá Arion banka í skuldabréfa- og gjaldeyrismiðlun. Sævar er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálastærðfræði frá Boston University. Hann hefur jafnframt lokið námi í verðbréfaviðskiptum.

Arnór Gunnarsson, framkvæmdastjóri SIV eignastýringar:

„Það er afar ánægjulegt að fá jafn öflugan starfsmann til starfa fyrir félagið. Ég tel að víðtæk reynsla hans og menntun muni styrkja félagið enn frekar. Við hlökkum til að bjóða upp á fjölbreytt framboð sjóða, auk eignastýringar, um leið og félagið fær starfsleyfi.“