100% afsláttur af kaupum í sjóðum
Viðskiptavinum býðst 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum SIV eignastýringar. Afslátturinn er ótímabundinn og á við um alla opna sjóði félagsins.
Hægt er að eiga viðskipti í sjóðum með því að senda tölvupóst á sjodir@fossar.is eða í gegnum sinn viðskiptabanka. Allar almennar fyrirspurnir skulu berast á sjodir@siveignastyring.is.
Lágmarks afgreiðslugjald kann að vera rukkað og fer það eftir verðskrá viðkomandi banka. Ekkert afgreiðslugjald er vegna kaupa í gegnum Fossa fjárfestingarbanka.
SIV býður upp á fjölbreytta valkosti fyrir almenning og fagfjárfesta. Vöruúrval SIV byggir á því að viðskiptavinir geti fundið sjóð sem hentar sínu áhættuþoli, fjárfestingatíma og væntingar um ávöxtun.
Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum, hlutdeildarskírteini sjóða geta lækkað í verði ekki síður en hækkað og eru því ekki áhættulaus. Ávöxtun í fortíð er engin trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Einungis er greiddur fjármagnstekjuskattur þegar fjárfestir selur eða innleysir eign sína í sjóði.
Sjóðirnir eru reknir af SIV eignastýringu hf., sem er með starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða á Íslandi og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Lágmarksfjárhæð við kaup í sjóðum er 10.000 krónur.
Viðskiptavinum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingu og lykilupplýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim.