SIV

Anna Kristjánsdóttir

Sjóðstjóri

Anna hefur umtalsverða reynslu á eignastýringarmarkaði og hefur starfað við stýringu skuldabréfa- og lánasjóða frá árinu 2002. Síðastliðin 7 ár starfaði hún sem forstöðumaður skráðra og sérhæfðra skuldabréfa hjá Stefni þar sem hún leiddi þróun á sérhæfðum afurðum lána- og veðlánasjóða. Fyrir þann tíma var hún sjóðstjóri innlendra skuldabréfasjóða hjá Stefni um árabil en hún hóf ferilinn í Búnaðarbanka Íslands. Anna sat auk þess í stjórn Eikar fasteignafélags á árunum 2010 til 2013.

Anna hefur lokið meistaragráðu í fjármálum (M.fin) frá Háskóla Íslands auk þess að vera viðskiptafræðingur (B.sc) frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.